Þjónusta

Hestasund

Sundþjálfun okkar byggir á 20 ára vel þróuðu sundkerfi Jens Knutsen. Í stuttu máli þá er sundþjálfun er leið til þess að byggja upp þrek og þol, auka vöðvamassa sem styrkir bak og lend. Eflir jafnvægi og eykur gleði og jákvæðni. Hér að neðan má sjá punkta yfir þjálfunarferlin.

10 daga sundþjálfun

Hesturinn syndir einu sinni á dag í 10 daga, fyrir utan einn dag sem hann fær frí. Fyrsta daginn syndir hann tvær ferðir og síðan bætist ein ferð við með hverjum degi. Á þessum 10 dögun syndir hesturinn 53 sinnum yfir laugina sem gerir sirka 1,6 km.

Eitt skipti í sundþjálfun

Eftir að hestur hefur komið að lágmarki í 10 daga í sund getur hann farið að koma í staka tíma. Þá syndir hann 5 ferðir eða meira, sem fer eftir formi hestsins. Stakt skipti í sund er hugsað sem leið til að halda hestinum í því góða formi sem hann hafði myndað hjá okkur í lengri þjálfunarferlum

20 daga sundþjálfun

Fyrstu 10 dagarnir eru eins og í 10 daga þjálfuninni. Eftir það er hesturinn fyrst tilbúinn til þess að synda í hring (eða beygja). Reynslan sýnir að hann er þá tilbúinn til þess að gera þessa æfingu, án þess að missa jafnvægi í vatninu og halda sjálförygginu. Hesturinn syndir síðan bæði upp á hægri og vinstri hlið eða eftir því hvar styrkur hans liggur, þar til 20 dögum er náð. Á þessum 20 dögum syndir hesturinn 127 sinnum yfir laugina eða sirka 4,4 km. (Ath eftir að hesturinn byrjar í hringnum er hver sú ferð að sjálfsögðu lengri en bein ferð.)

Yfir 20 daga þjálfun

Eftir 20 daga sundþjálfun er sest yfir getu og ástand hvers hest fyrir sig og þjálfunin byggð upp í samráði við tamningamann.

Sjúkraþjálfun

Komin er reynsla á sjúkraþjálfun í sundi, eftir tæplega 9 ára starfsemi í samstarfi við dýralækna. Árangurinn hefur verið mjög góður og fjöldi hrossa fengið varanlegan bata við ýmsum meiðslum og kvillum. Lampar sem notaðir eru, að sundi loknu, hafa sannað sig sem gott hjálpartæki við eymslum í baki og hálsi. Klórinn í lauginni virðist hjálpa og flýta fyrir að opin sár grói hratt. Allt múkk hverfur á 5 til 10 dögum. Sund veitir þreyttum keppnishrossum gleði.