Um Okkur

Sundhestar voru formlega stofnaðir 18. nóvember 2005. Þá var hafist handa við að grafa fyrir sundlauginni og hesthúsi. Framkvæmdum lauk síðan 9. nóvember 2006 og byggingin formlega tekin í notkun 10. nóvember 2006 eða tæplega ári seinna.
Sundlaugabyggingin sjálf er 40 m löng með sundlaug sem er 36 m. Hesthúsið er 20 m langt og byggt fyrir 30 hross. Aðstaða fyrir 20 hross var tekin í notkun og þar af stíur fyrir 10 graðhesta. Lagt var upp með að gera aðstöðuna sem vistlegasta fyrir þá sem koma til með að vinna og búa þar auk þess lögð gríðarleg áhersla á að tryggja sem best öryggi hrossanna.

Sundlaugin sjálf er sambærileg við venjulega sundlaug. Bæði er í henni fullkominn hreinsibúnaður og eins er notaður klór til þess að tryggja sem best hreinlæti.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er um að gera að hafa samband hér